Skil á kvikmyndum

Logo_hringur

UM AFHENDINGU STAFRÆNNA KVIKMYNDA
TIL VARÐVEISLU Í KVIKMYNDASAFNI ÍSLANDS

[divider line_type=”No Line” custom_height=””]

Kvikmynd sem gefin hefur verið út til sýningar í kvikmyndahúsi, sjónvarpi, á diskum eða á netinu skal afhenda Kvikmyndasafni Íslands til varðveislu eins fljótt og verða má eftir að framleiðslu hennar lýkur. Þessi skylda hvílir á kvikmyndaframleiðendum og styðst við lög um skilaskyldu (sjá hér neðar).
Kvikmyndir framleiddar í hinu stafræna umhverfi nútímans eru ekki í minni hættu gagnvart eyðingaröflunum en kvikmyndafilmur fortíðarinnar. Það verður því aldrei nógsamlega brýnt fyrir kvikmyndagerðarmönnum að halda vel utan um allar skár sem tilheyra kvikmyndagerð þeirra. Kvikmyndasafnið hefur valið ODA kerfi Sony til langtímavarðveislu stafrænna kvikmynda.
Hafi skilaskyld mynd hlotið styrk úr Kvikmyndasjóði er mælt með því að skilaskyldur aðili taki saman allar þær skrár sem honum er ætlað að afhenda Kvikmyndasafninu um leið og hann gengur frá efni sem hann þarf að skila Kvikmyndamiðstöð. Æskilegt er að gengið sé frá skilum á meðan hlutaðeigendur, sem vinna við eftirvinnslu kvikmyndarinnar, hafa aðgang að tölvuskrám hennar og tilheyrandi diskum.
Efnið sem afhendist Kvikmyndasafninu skal setja í möppur sem fylgja með leiðbeiningum safnsins. Afhenda skal efnið á eSata eða USB3 diskum, sem verða eftir í vörslu safnsins.
Við afhendingu kvikmyndar þarf framleiðandi að ábyrgjast afhendinguna með undirritun móttökuskjals Kvikmyndasafnsins.
Til að skráning efnisins hjá Kvikmyndasafninu gangi hratt og örugglega fyrir sig þarf að nýta sér þær möppur og skráningakerfi sem Kvikmyndasafn Íslands hefur útbúið ásamt eftirfarandi leiðbeiningum.

[divider line_type=”No Line” custom_height=””]

TIL ATHUGUNAR
Lögformleg skylda kvikmyndaframleiðenda til að afhenda Kvikmyndasafni Íslands kvikmyndir sínar til varðveislu byggist á skilaskyldulögum, sjá einkum 3. gr. og 11. gr.
http://www.althingi.is/lagas/139b/2002020.html
og tilheyrandi reglugerð:
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/982-2003
Einnig er stuðst við kvikmyndalög 2001:
http://www.althingi.is/lagas/nuna/2001137.html
Rétt er að hafa í huga að Kvikmyndalögin sem m.a. kveða á um afhendingartíma kvikmynda til langtímavarðveislu, tóku gildi fyrir daga stafrænu byltingarinnar (2003). Af því leiðir að þó svo að í lögunum standi (10. gr.) að negatífum kvikmynda eigi að skila inn til Kvikmyndasafnsins innan 7 ára frá útgáfudegi þeirra þá er gert ráð fyrir að stafrænum skrám sé skilað til safnsins svo fljótt sem auðið er, eftir útgáfudag. Með því móti er líklegra að aðstandendur kvikmyndar búi yfir ríkari upplýsingum um skilað efni heldur en ef skilað er síðar. Þá eru einnig réttilega mun minni líkur en ellegar á að nokkurt dýrmætt efni glatist.
Fyrir hönd Kvikmyndasafns Íslands
Ester Bíbí Ásgeirsdóttir
Netfang: ester@kvikmyndasafn.is Sími: 565-5993