Tokyo Olympiad

Posted by | Olympíumynd | No Comments

Ólympíuleikarnir í Tokyo 1964

Segja má um Ólympíumynd japanska leikstjórans Kon Ichikawa að hún sé sjónarspil í yfirstærð og sannarlega í hópi mikilfenglegustu heimilda um íþróttir sem nokkru sinni hafa verið festar a filmu. Með því að notast við frábæra breiðtjaldskvikmyndatöku rannsakar Ichikawa fegurðina og dramatíkina sem sumarólympíuleikarnir í Tókyó báru með sér. Myndin spannar allt sviðið frá hinu stórfenglega til hins nána og sérstaka. Upphafningin, örvæntingin, ástríðan og þjáningin sem fylgir keppni á Ólympíuleikum er sett fram af ljóðrænni og tæknilegri snilld sem rís í hæstu hæðir í eins konar óði til fegurðar mannslíkamans og styrks mannsandans.

Myndin er sýnd í Bæjarbíói Hafnarfirði

Þriðjudaginn 18. Mars kl. 20.00 og Laugardaginn 22. mar kl. 16.00

Aðgangur er ókeypis.

Leikstjórn: Kon Ichikawa

JAPAN, 1965
Sýningartími: 170 mín
Japanskt tal
FILMA 35mm, litur
Kvikmyndataka: Kazuo Miyagawa, Shigeo Murata, Shigeichi Nagano,
Kenji Nakamura, Tadashi Tanaka

Klipping: Tatsuji Nakashizu

leni

OLYMPIA

Posted by | Olympíumynd | No Comments

Ólympíuleikarnir í Berlín 1936

Olympia sem Leni Riefensthal stjórnaði í tveimur hlutum var fyrsta heimildarbíómyndin af Ólympíuleikum, sem gerð hafði verið. Margvísleg þróuð bíómyndatækni, sem seinna varð staðall í kvikmyndaiðnaðinum var notuð og þótti marka þáttaskil á þessum tíma. Þar á meðal var notkun á óvenjulegum sjónarhornum, ofurnærmyndir, keyrsluskot eftir áhorfendapöllum. Frásagnahátturinn er rómaður um allan heim en myndin vekur samt andúð margra vegna pólitísks innihalds á uppgangsárum nazismans. Engu að síður er myndin á mörgum listum yfir mikilfenglegustu kvikmyndir allra tíma.

Nú nýlega hefur Kvikmyndadeild Alþjóða Ólympíunefndarinnar látið endurgera myndina og er þessi sýning ein sú fyrsta síðan hún var frumsýnd sem sjá má myndina í fullri lengd.  kvikmyndin skiptist í tvo meginkafla og gert verður stutt hlé á milli kafla.

1. hluti – Hátíð þjóðanna, 147 mín
••• Stutt hlé •••
2. hluti – Hátíð fegurðarinnar, 127 mín

ÞÝSKALAND, 1938
Þýskt tal
FILMA 35mm, svart/hvít
Leikstjórn: Leni Riefenstahl
Aðalkvikmyndatökumaður: Paul Holzki
Klipping: Leni Riefensthal
dale

Íþróttir og friður

Posted by | Olympíumynd | No Comments

Ólympíuleikarnir í Sovétríkjunum 1980

Aldrei í sögu Ólympíuleikanna höfðu jafnmargar þjóðir afboðað þátttöku sína. Til að mótmæla innrás Sovétríkjanna í Afganistan 1979 sniðgengu Bandaríkin leikana og í kjölfarið 60 aðrar þjóðir, þeirra á meðal Bretland, Frakkland, Ítalía og Svíþjóð. Þó tóku um 5000 íþróttamenn frá 81 landi þátt í leikunum. Myndin gefur innsýn í þessa atburði um leið og hún fangar þessa miklu íþróttahátíð með áhrifamiklu opnunar- og lokaatriði.

SOVÉTRÍKIN, 1980
Sýningartími: 150 mín
Enskur neðanmálstexti
FILMA 35mm, litur
Kvikmyndataka:
Nikolaj Olonovskíj
Lev Maximov
Mikhaíl Oshurkov

Leikstjórn:
Júríj Ozerov

Einnig verður sýnd stutt aukamynd frá Ólympíuleikunum 1912 sem er þriðja elsta kvikmyndin sem til er af Íslendingum en í henni sést Sigurjón glímukappi á Álafossi og fimm aðrir íslenskir glímukappar. Á þessum tíma var hvítbláinn ekki viðurkenndur sem þjóðfáni Íslands og því notast við merki með nafni landsins.

Sýningartími: 2:20

DosSolaris

SOLARIS

Posted by | Uncategorized | No Comments

Solaris er íhugult sálfræðidrama sem gerist að mestu um borð í geimstöð á braut umhverfis hina uppdiktuðu plánetu Solaris. Það hefur fjarað undan vísindaleiðangrinum vegna þess að þrír leiðangursmanna eiga í tilfinningalegri krísu. Sálfræðingurinn Kris Kelvin ferðast til Solaris geimstöðvarinnar til að leggja mat á ástandið einungis til að standa frammi fyrir sama dularfulla fyrirbærinu og hinir um borð. Líkt og í Fórninni þá tekur Solaris mið af málverkum en að þessu sinni eftir Pieter Bruegel. Solaris vann til verðlauna í Cannes 1972 og er oft sögð ein af mikilfenglegustu vísindaskáldsögumyndum í sögu kvikmyndatökunnar.

Leikstjórn:

Andrei Tarkovsky

SOVÉTRÍKIN, 1972
Sýningartími: 115 mín
Enskt tal (talsett á ensku.)
FILMA 35mm, litur
Aðalhlutverk: Natalja Bondartsjúk, Donatas Banionis og Jüri Järvet
Kvikmyndataka: Vadim Jusov
Tónlist: Johann Sebastian Bach og Eduard Artemjev
The-Sacrifice-7193_6

Fórnin

Posted by | Kvikmyndasýning í Bæjarbíói | No Comments
Í morgunsár „þriðju heimsstyrjaldarinnar“ leitar maður nokkur leiða til að koma á friði í heiminum en uppgötvar að hann verður að láta eitthvað af hendi í staðinn. Dan Schneider skrifar: „Að horfa á lokaverk Tarkovskys, Fórnina, er prófraun í kvikmyndáhorfi. Ekki vegna þess að Fórnin sé stórbrotinn kvikmynd, heldur vegna þess að hún er með stór augnablik samofin hreinum leiðindum“. Í rauninni sé Fórnin ein þessara sjaldgæfu kvikmynda sem skautar á milli þess sem er gott og slæmt í þessu listformi. Engu að síður er hún vel þess virði að horft sé á hana. Það kemur þá kannski í ljós hvort það sé rétt sem sagt hefur verið um tengsl efnisins við málverk Leonardo da Vincis Gjafir vitringanna. 
Guðrún Gísladóttir lék hlutverk í myndinni og ætlar að heiðra sýningargesti með nærveru sinni og segja nokkur orð á sýningu myndarinnar þriðjudaginn 18 feb
SVÍÞJÓÐ 1986
Sýningartími: 145 mín
Enskur neðanmálstexti
FILMA 35mm, litur
Aðalhlutverk: Erland Josephson, Susan Fleetwood, Allan Edwall og Guðrún Gísladóttir
Kvikmyndataka: Sven Nykvist

 

Sergey Lazo_jpg

Sergei LAZO

Posted by | Kvikmyndasýning í Bæjarbíói | No Comments

Sergei Lazo, sem einnig gengur undir heitinu Samsærið við Vladivostok, fjallar um Sergey Lazo sem varð einn af helstu leiðtogum hers bolsévika í byltingunni 1917. Hann barðist síðan í Síberíu gegn innrásarherjum. Í janúar 1920 lögðu bolsévikar Vladiwostok undir sig en í apríl það sama ár hvarf Lazo og er talið að hvítliðar, Japanir og Kósakkar, hafi drepið hann. Á áhrifamikinn hátt rekur myndin helstu atburði þessa tímabils í lífi hans.

Í Austur-Síberíu eru algeng staðarheiti nefnd í höfuðið á Lazo t.d. Lazovski-sýsla og um nokkurra áratuga skeið hét borgin Singerei í Moldavíu, fæðingarlandi hans, Lazovsk.

Andrei Tarkovsky skrifaði við annan mann handritið að myndinni og ef vel er að gáð má sjá hann í litlu hlutverki sem liðsforingjann Botsjkarev.

 

SOVÉTRÍKIN, 1968
Sýningartími: 88 mín
Enskur neðanmálstexti
FILMA 16mm sk, svart/hvít
Leikstjórn: Aleksandr Gordon
Handrit: Andrei Tarkovsky
Kvikmyndataka: Vadim Jakovlev
Aðalhlutverk:
Regimantas Adomaitis,
Júri Dubrovin
Tatjana Makhova

4 kvikmyndir þar sem Tarkovsky gegnir lykilhlutverki.

Tarkovsky mánuður í Bæjarbíói.

odin shans

EINN MÖGULEIKI AF ÞÚSUND

Posted by | Kvikmyndasýning í Bæjarbíói | No Comments

Kvikmyndin lýsir spaugilegum atburðum sem áttu sér stað á Krímskaga á hernámsárum Þjóðverja í heimstyrjöldinni síðari. Rússar hugðust stela skjölum frá andstæðingum sínum og brugðu á kostuleg ráð.
Andrei Tarkovsky var ráðgefandi bæði við handritsgerð myndarinnar auk þess að vera listrænn stjórnandi hennar. Leikaravalið ber þess vitni því Nikolay Grinko, sem lék í öllum kvikmyndum Tarkovskys sem hann gerði í Rússlandi, er þarna í einu aðalhlutverkanna. Samstarf þeirra náði allt aftur til myndarinnar Æska Ívans (1962). Anatolí Solonitsyn er í litlu hlutverki en hann er einkum þekktur á Vesturlöndum fyrir leik sinn í myndum Tarkovskys. Báðir léku í Solaris sem verður á dagskrá safnsins síðar í mánuðinum.

Leikstjórn: Leonid Kotsarjan
Handrit: Andrei Tarkovsky

SOVÉTRÍKIN, 1969
Sýningartími: 81 mín
Enskt tal (talsett)
FILMA 35mm, litur
Leikstjórn: Leonid Kotsarjan
Handrit: Andrei Tarkovsky
Aðalhlutverk: Aleksandr Fadejev,
Nikolaj Grinko
Kvikmyndataka: Vadim Avloshenko

Samskipti Sovétríkjanna og Íslands í kvikmyndum. II

Posted by | Uncategorized | No Comments

Önnur syrpan sem tengir saman Ísland og Sovétríkin í kvikmyndum hefur að geyma þrjár myndir frá 1974 og tvær frá árunum 1986 – 87

ÞJÓÐHÁTÍÐ Á ÞINGVÖLLUM 1974

ÞJÓÐHÁTÍÐ Á ÞINGVÖLLUM 1974

Gísli Gestsson

Þjóðhátíðarkaflinn á Þingvöllum í Niðjum Ingólfs varð til þess að haft var samband við Gísla Gestsson (Veiðiferðin (1980)) til að inna hann eftir afdrifum kvikmyndaefnis sem hann hafði tekið á CinemaScope 35mm filmu á þessari hátíð. Það kom á daginn að fjármögnunin hafði brugðist á síðustu stundu en Gísli ekki verið tilbúinn að gefa áform sín upp á bátinn eftir að hafa pantað til landsins upptökutæki og filmur. Því hafi hann á eiginn kostnað tekið svipmyndir á hátíðinni og einnig vítt og breitt um landið. Honum tókst að fá efnið framkallað en síðan ekki söguna meir. Nema hvað hann sýndi formanni og framkvæmdastjóra hátíðarnefndarinnar óklippt efnið í Laugarásbíói og nokkru síðar vini sínum Ridley Scott sem þá var kominn til landsins að athuga með tökustaði fyrir fyrirhugaða kvikmynd um Tristan og Isolde. Kannski er samhengi á milli Tristans og Promotheusar Scotts, sem kvikmynduð var á Íslandi 2012, sem og fyrirhugaðrar framleiðslu Scotts á bíómynd um leiðtogafundinn í Reykjavík 1986.
Gísli gerði nú átak í að finna þjóðhátíðarfilmur sínar. Fyrst komu litlausar vinnukópíur í leitirnar en síðan negatífurnar sem höfðu varðveitt í sér litinn. Þær voru skannaðar, efnið klippt og útbúið til sýningar eins og um þögla mynd væri að ræða með millitextum og píanótónlist. Preludíur Sjostakovítsj urðu fyrir valinu, leiknar af Tatjönu Nikolajevu sem svo skemmtilega vill til að kom til Íslands fyrir löngu að leika á tónleikum í boði MÍR. Hér verður því um einskonar frumsýningu að ræða. Til að hnýta endahnútinn á þessa sérkennilegu atburðarás þá upplýsti Gísli að hann hefði ungur búið í nágrenni við MÍR salinn í Þingholtsstræti 27 og oftsinnis sótt þangað kvikmyndasýningar með þeim afleiðingum að hann smitaðist af kvikmyndabakteríunni og hefur ekki læknast af henni síðan.
Á sýningunni verða einnig sýndar myndirnar: : Niðjar Ingólfs (Ívan Galín,1975), Íslendingar í Moskvu (Óþekktur stjórnandi, 1974), Erfiðar viðræður í Reykjavík (V. Konovalov, 1986) og Steingrímur Hermannson í Moskvu (N. Solovjova, 1987).

brautarstod copy

Brautarstöð fyrir tvo

Posted by | Kvikmyndasýning í Bæjarbíói | No Comments

Píanóleikarinn Platon Rjabinin er á ferðalagi með lest til bæjarins Griboedov til að heimsækja föður sinn. Hann fer úr lestinni á Zastupinsk brautarstöðinni til að fá sér hádegisverð meðan á 20 mínútna stoppi stendur. Þarna hittir hann framreiðslustúlkuna Veru, sem hann neitar að borga af því að maturinn, sem hann hefur ekki snert, er svo vondur. Fyrir vikið missir hann af lestinni eftir að kærasti Veru og lögreglan blandar sér í málið. Vandræðin hrannast upp en í ljós kemur að hann á yfir höfði sér dóm fyrir atvik sem hann er saklaus af. En þá daga sem hann er strandaglópur gerist eitthvað á milli þeirra Veru.

SOVÉTRÍKIN, 1982
Sýningartími: 141 mín
Enskur neðanmálstexti
FILMA 35mm, litur
Leikstjórn: Eldar Rjazanov
Aðalleikarar: Ljúdmila Gúrtsjenko, Oleg Bashilasvhili
Kvikmyndadaka: Vadim Alisov
Astarsaga

Ástarsaga úr stríðinu.

Posted by | Kvikmyndasýning í Bæjarbíói | No Comments

Ungur hermaður hrífst af ungri konu herforingja á vígstöðvunum. Nokkrum árum eftir stríðslok rekst hann á konuna af tilviljun úti á förnum vegi og þau endurvekja kynni sín. Hún er þá orðin ekkja og hefur fyrir dóttur að sjá. Hann reynir að hjálpa henni en er giftur og eiginkonan ekki skilningsrík í garð ekkjunnar.

SOVÉTRÍKIN, 1983
Sýningartími: 92 mín
Enskur neðanmálstexti
FILMA 35mm, litur
Leikstjóri:Pjotr Todorovskíj
Aðalhlutverk: Nikolaj Burljaev, Natalja
Andreitsjenko
Kvikmyndataka: Valeri Blinov