ULTIMA THULE – VIÐ HEIMSENDA

Um þessar mundir fer fram viðamikil kynning á íslenskri kvikmyndalist í Póllandi á vegum Pólska kvikmyndasafnsins en síðast liðið haust voru pólskar kvikmyndir sýndar hér á landi undir sömu merkjum. Hátíðin hefur verið að ferðast á milli þriggja helstu borga Póllands undir yfirskriftinni Ultima Thule – Við heimsenda: Hún hófst 12. febrúar í Gdańsk (KinoPort at Łaźnia Centre for Contemporary Arts) og stóð yfir þar til 24. febrúar 2016. Síðan fluttist hún til Poznań 25 febrúar og verður þar til 8. mars n.k. (New Palace Cinema at the Castle Cultural Centre). Þann 9. mars kemur svo að Varsjá þar sem hátíðin verður til 20. mars í sýningaraðstöðu Pólska kvikmyndasafnsins (Iluzjon kvikmyndahúsið – Safn kvikmyndalistarinnar)

Á hátíðinni er sýndur mikill fjöldi íslenskra kvikmynda sem Kvikmyndasafn Íslands og Kvikmyndamiðstöð Íslands skiptu með sér að útvega. Pólski kvikmyndafræðingurinn Jakub Sebastian Konefal, sem hefur lagt sig eftir íslenskri kvikmyndasögu og komið amk. tvisvar til Íslands í heimildaöflun, annaðist vali myndanna. Kvikmyndasafnið tók að sér að útvega eftirtaldar kvikmyndir og gera þær sýningarhæfar með nýrri skönnun og yfirfærslu yfir á DCP sýningarform að undanskilinni Sódómu Reykjavík sem er sýnd á filmu:

Ísland í lifandi myndum (Loftur Guðmundsson, 1925)

Björgunarafrekið við Lárabjarg (Óskar Gíslason, 1949)

Síðasti bærinn í dalnum (Óskar Gíslason, 1950)

Morðsaga (Reynir Oddsson, 1977)

Sódóma Reykjavík (Óskar Jónasson, 1992)

 Dagskrána í Varsjá má finna hér:

Leikstjórar og leikarar eru boðnir á hátíðina sem státar af margvíslegum viðburðum og einnig hefur fulltrúum Kvikmyndamiðstöðvar og forstöðumanni Kvikmyndasafnsins verið boðið á hluta dagskrárinnar í Varsjá sem hefst þriðjudaginn 9. mars. Forstöðumaður Kvikmyndasafnsins á því miður ekki heimangengt af ýmsum ástæðum en Kvikmyndamiðstöð sendir tvo fulltrúa.

Kvikmyndasafnið gerði skipuleggjendum hátíðarinnar kleyft að láta þýða myndirnar á pólsku m.a. með því að láta starfsmann sinn skrifa upp texta Björgunarafreksins og Síðasta bæjarins í dalnum þar sem ekkert textahandrit þessara mynda lá fyrir. Safnið hafði þegar látið gera Morðsögu upp með gæðaskönnun í London og hafði sjálft annast endurvinnslu hljóðsins (Bogi Reynisson) í samvinnu við hljóðver Huldars Freys Arnarsonar, hljóðmeistara. Safnið gekk frá enskum textum myndarinnar, endurnýjaði upphafstitla hennar (Erlendur Sveinsson) og hafði yfirumsjón með litgreiningunni sem fram fór í samvinnu við Reyni Oddson hjá Litgreiningarstofunni RGB (Eggert Baldvinsson). Reyndar var höfundur myndarinnar vakinn og sofinn yfir öllum þessum verkþáttum auk þess að vera aðalhvatamaður þess að myndin var gerð upp.

KVIKMYNDASAFNIÐ, NÝR HÁSKERPUSKANNI OG ENDURGERÐ MORÐSÖGU

Þetta verkefni, sem kennt er við Ultima Thule, sýnir okkur svo ekki verður um villst hveru mikilvægt það er fyrir Kvikmyndasafn Íslands að eignast fullkominn skanna sem getur leyst af hólmi þann skanna sem verið hefur í notkun hjá safninu síðan 2007. Nýr háskerpuskanni er forsenda þess að safnið geti boðið upp á nauðsynlega þjónustu á þessu sviði auk þess sem hann gerir því kleyft að sinna afritun og eftir atvikum björgun kvikmyndaarfsins í víðustu merkingu þess orðs. Hann yrði þjóðhagslega mjög hagkvæm fjárfesting. Það hljómar að vísu klisjulega að segja að nú sé stundin runnin upp og að við megum engan tíma missa en bæði vinnur tíminn gegn okkur viðstöðulaust og svo er það margsannað mál að nauðsynlegt er að geta gert upp kvikmyndirnar á meðan lykilaðstandendur þeirra eru enn á dögum, menn eins og kvikmyndatökumaðurinn, hljóðmaðurinn og leikstjórinn. Þetta sannaðist með áþreifanlegum hætti við endurgerð Morðsögu. Þáttur Reynis, sem nú er kominn hátt á áttræðisaldurinn, hefur t.d. verið mjög mikilvægur við endurgerð hennar. Hann hefur áfram getað haft lokaorðið og samþykkt eða hafnað breytingarhugmyndum sem aðalhöfundur verksins og í þeirri samvinnu allri hefur margt borið á góma bæði við vinnuna við myndina og í kaffistofu kvikmyndasafnsins þar sem Reynir er aufusugestur, sögur sem þarf að halda til haga og varða t.d. gerð Morðsögu. Á sínum tíma var það ein helsta gagnrýnin sem myndin fékk að hljóðið væri ekki í lagi, það skildist ekki allt sem sagt var. Þetta varð til þess að safnið (Bogi Reynisson, hljóðmaður) í góðu samstarfi við Reyni tók hljóðið til bæna með því að fara í frumhljóðrásirnar og færa þær yfir í stafrænt form og endurhljóðblanda svo hljóðrás myndarinnar. Einnig var átt við upphaf myndarinnar (Erlendur Sveinsson) með því að búa til nýja titla og setja inn tónlist sem leikur stórt hlutverk seinna í myndinni en sem höfð er í píanóútgáfu í upphafinu í samhljómi við nýju titlana. Þá kom Reynir við sögu þegar safnið (Erlendur Sveinsson) setti inn ensku neðanmálstexta myndarinnar og endurbætti þá í leiðinni. Reynir fylgdist grant með litgreiningunni (Eggert Baldvinsson) og náði fram ýmsu sem ekki tókst á sínum tíma að ná fram sökum tíma- og fjármagnsleysis. Þetta á t.d. við um litgreiningu á dagdraumi einnar aðalpersónunnar sem fær viðgerðarmann í heimsókn, alla vega í draumnum. Þessi dagdraumur varð uppistaða listaverks sem Ragnar Kjartansson, sonur aðalleikkonunnar, Guðrúnar Ásmundsdóttur, bjó til. Sú fjölskyldugoðsögn er lífseig að hann, sonurinn, hafi komið undir í þessu atriði og kannski líka leyndardómurinn að baki þessu listaverki sem ekki er auðvelt að lýsa í orðum. Verk Ragnars var frumsýnt á Nútímalistasafninu í New York og útbjó Kvikmyndasafnið myndefnið upp úr Morðsögu fyrir sýninguna. Í tengslum við það var hin nýja gerð Morðsögu jafnframt frumsýnd á hátíðarsýningu á vegum þessa listasafns í New York og mæltist mjög vel fyrir.

MORÐSAGA OG STOFNUN KVIKMYNDASJÓÐS

Það merkilegasta við Morðsögu í framleiðslusögu íslenskrar kvikmyndagerðar er sú staðreynd að í henni felst mikilvæg heitstrenging og um leið áskorun. Reynir hitti áhrifamikinn þingmann á förnum vegi, þegar hugmyndin lá í loftinu um að stofna þyrfti Kvikmyndasjóð og Kvikmyndasafn á Íslandi. Menn höfðu að vísu mátulega mikla trú á því að þetta gæti náð fram að ganga og að íslenskir kvikmyndagerðarmenn gætu risið undir slíkri sjóðsstofnun en Reynir sagðist skyldu sýna þingmanninum fram á að þetta væri hægt í öllu allsleysinu. Tækist honum það svaraði þingmaðurinn „skal ég sjá til þess að það verði stofnaður Kvikmyndasjóður með lögum frá Alþingi“. Sá örlitli stuðningur sem hann hafði úr að moða var frá svonefndum Menningarsjóði, upphæð sem hugsanlega samsvaraði handritsstyrk í dag. En heitstrengin skyldi takast og með ótrúlegri útsjónarsemi tókst Reyni að skrapa saman tækjum og fólki og hefjast handa og var þá sjálfur búinn að skrifa kvikmyndahandritið. En auðvitað hafði hann kastað sér út í djúpu laugina en þar eiga lítt syndir menn á hættu að drukkna. Og nú saup hann hveljur og svamlaði allt hvað af tók þegar peningar og tökutími var uppurinn og áformaðar tökur aðeins hálfnaðar. Leikararnir að verða uppteknir vegna næstu leiktíðar í leikhúsunum og endalok ævintýrisins blöstu við. En þá var það að Guðrún Ásmundsdóttir hvað upp úr með það ekki dyggði að leggja árar í bát, áfram skyldi haldið næsta sumar, hún og Steindór of fleiri myndu gefa eða lána vinnu sína og Reynir sjáflur taka að sér stjórn kvikmyndatökunnar á því sem eftir var að taka ásamt því að leikstýra. Hann hafði unnið við eftirvinnslu kvikmynda sinna í Svíþjóð og kynnst m.a. Jan Troel sem hafði þennan háttinn á og samhliða því kynntist hann samstarfsfólki Ingmar Bergmanns og vel á minnst Zybulski hinum mikla pólska sjarmör sem var að leika í mynd eftir Jörn Donner og Reynir kann að að segja krassandi sögur af. Þannig að Reynir mundaði myndavélina og lauk við að taka myndina að ári með sínu frábæra samstarfsfólki. Morðsaga var frumsýnd árið 1977. Ári síðar var stofnaður Kvikmyndasjóður á Íslandi.

AÐ SÍÐUSTU ÞETTA

Reynir var líka í París á sínum yngri árum á tímum nýbylgjunnar frönsku og varð fyrir áhrifum af þeim gusti í kvikmyndagerð, sem henni fylgdi, einkum hugnaðist honum myndir Claude Chabrol og hringdi í kappann til að fá leyfi til að nota smábút úr mynd hans í Morðsögu, sem var góðfúslega veitt.

Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með því hvað Morðsaga hefur fengið góðar undirtektir á Ultima Thule í Gdansk og Poznan en fréttir hafa borist Kvikmyndasafninu af viðtökunum frá starfsmanni hátíðarinnar. Vonandi getur það og Ultima Thule í heild sinni orðið upptaktur að áframhaldandi samstarfi kvikmyndasafnanna tveggja í framtíðinni. Og svo verður kominn tími á endurfrumsýningu Morðsögu hér heima þegar útrás hennar í Austurvegi lýkur.

Í minningu Eggerts Þórs Bernharðssonar

Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur, andaðist langt um aldur fram hinn 31. desember s.l. Kvikmyndasafnið og Eggert áttu samleið um langt árabil og sömuleiðis Eggert og Erlendur Sveinsson, núverandi forstöðumaður safnsins í tengslum við kvikmyndagerð hans og kvikmyndaskrif. Síðustu samskipti Eggerts og Kvikmyndasafnsins voru í sambandi við ljósmyndavæðingu bókar hans: „Sveitin í sálinni“, sem kom út fyrir síðustu jól eins og kunnugt er. Þar koma við sögu ljósmyndir bandaríska hermannsins Samuel Kadorian, sem Eggert hafði miklar mætur á en kvikmyndir Kadorian eru m.a. merkilegar fyrir þær sakir að vera með fyrstu litkvikmyndunum sem teknar voru á Íslandi.

Kvikmyndasafn Íslands vill þakka Eggerti samfylgdina með því að sýna kafla úr stríðsárakvikmynd Kadorian þar sem sveitin í Reykjavík um 1944 kemur við sögu með eftirminnilegum hætti.

Samleið Kvikmyndasafnsins og Eggerts Þórs Bernharðssonar liggur langt aftur í tímann. Eggert hvatti Erlend Sveinsson til að taka saman yfirlit fyrir Nýja sögu um kvikmyndatökur fyrstu tvo áratugina á Íslandi þar sem fram kæmi hvaða myndir hefðu varðveist og hvaða myndir glatast. Hann efndi til hringborðsumræðna um miðlun sögunnar í kvikmyndaformi þar sem m.a. lágu til grundvallar Verstöðin Ísland eftir Erlend og verk Eggerts sjálfs og Flateyjarmynd Helga Þorlákssonar. Afrakstur þessarar samræðu birtist í Nýrri sögu. Einnig vakti hann athygli á kvikmyndaskrifum og sögulegum heimildarkvikmyndum Erlends Sveinssonar, núverandi forstöðumanns safnsins í kennslu sinni og minnist Erlendur þess að hafa mætt í tíma til Eggerts til að standa fyrir svörum hans og nemenda hans.

Eggert sótti sér heimildir til Kvikmyndasafnsins í tíð Böðvars Bjarka Péturssonar, forstöðumanns þegar hann skrifaði um upphaf íslenskrar kvikmyndasögu fyrir ritið „Heimur kvikmyndanna“ og hann beitti sér fyrir því að Þórarinn Guðnason, sem seinna varð forstöðumaður safnsins fjallaði um fágætar ljósmyndir Samuel Kadorian frá Íslandi sem birt var í tímaritinu Sögu árið 2008 og sjálfur skrifaði Eggert að beiðni safnsins yfirlitsgrein yfir 30 ára sögu Kvikmyndasafnsins í afmælisrit þess það ár.

Hér má sjá brot af þeim ljósmyndum sem um ræðir:

Í minningu Eggerts Þórs Bernharðssonar

Erlendur Sveinsson ráðinn forstöðumaður Kvikmyndasafnsins.

Erlendur Sveinsson hefur verið skipaður forstöðumaður Kvikmyndasafnsins Íslands til næstu 5 ára frá og með 1. október 2014. Erlendur hefur gegnt þessu starfi undanfarin tvö ár sem settur forstöðumaður auk þess sem hann var eini starfsmaður safnsins og þar með forstöðumaður þess fyrstu 7 árin frá 1979 að telja en þá í 50% starfi. Hann starfaði síðan á gólfinu að ýmsum verkefnum fyrir safnið á árunum 2002 – 12 einnig í 50% starfi enda skiptur á milli kvikmyndagerðar og safnastarfs. Að sögn Erlends stendur Kvikmyndasafnið á tímamótum þar sem þrjú höfuðverkefni munu móta stefnuna: 1) Að mæta nýjum kröfum og verklagi vegna umbreytingar kvikmyndaiðnaðarins yfir í stafrænt form 2) Að finna nútímalegar leiðir fyrir miðlun safnskostsins svo þjóðin öll geti notið hans 3) Að tryggja að ungt fólk verði komið til starfa hjá safninu og í stakk búið að halda merkinu á lofti þegar eldri starfsmenn þess láta af störfum.

Hann undirstrikar að brýnt sé að efla vitund þjóðarinnar og ráðamanna hennar fyrir því að Kvikmyndasafn Íslands er sú stofnun í hennar eigu sem er ætlað það viðamikla verkefni að varðveita og miðla arfleifð hennar í lifandi myndum. Það er gríðarlega stórt viðfangsefni á góðu pari með verkefnum höfuðsafna landsins.

Ljósmyndin er tekin af Stefáni Karlssyni ljósmyndara Fréttablaðsins og birt með góðfúslegu leyfi.

Fréttatilkynning vegna Bæjarbíós

08.05.2014

Í tilefni af frétt á vísir.is um málefni Kvikmyndasafns Íslands og Hafnarfjarðarbæjar/Bæjarbíós er rétt að eftirfarandi komi fram:

Í drögum að samningi um áframhaldandi starfsemi Kvikmyndasafns Íslands í Bæjarbíói sem lágu fyrir í janúar sl. var að finna áætlanir bæði um aukið sýningarhald á vegum safnsins í Bæjarbíói á næstu árum, sem og aukna aðra starfsemi í húsinu, s.s. tónlistarflutning o.fl. Í þeim samningsdrögum var gert ráð fyrir að Kvikmyndasafnið stjórnaði áfram starfsemi í húsinu og gæti þannig verndað húsið og varið þann búnað og tæki sem það hefur komið þar upp. Í drögunum var gerð tillaga um að skipað yrði bíóráð sem m.a. sætu í fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, sem styddi safnið við að auka aðra starfsemi í húsinu og við að efla eigið sýningarstarf. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hafði lýst yfir stuðningi við þessar hugmyndir um eflingu starfsemi á vegum safnsins í Bæjarbíói (Sjá samningsdrögin sem hér um ræðir á heimasíðu Kvikmyndasafnsins: hér). Hafnarfjarðarbær hafnaði hins vegar ofangreindum samningsdrögum án frekara samráðs við ráðuneytið eða safnið, og kaus að fara þá leið sem nú hefur verið valin, þ.e. að fela utanaðkomandi rekstraraðila umsjón með starfsemi í Bæjarbíói fremur en Kvikmyndasafni Íslands.

Þær viðræður sem nú standa yfir milli ráðuneytisins og bæjarins fjalla um hvort hægt er sé að tryggja hagsmuni Kvikmyndasafnsins í Bæjarbíói með viðunandi hætti þrátt fyrir þessar breytingar. Náist ekki samkomulag þar að lútandi, sem ráðuneytið telur ásættanlegt, er ljóst að sýningarstarfi Kvikmyndasafns Íslands í Bæjarbíói mun ljúka að sinni, a.m.k. að óbreyttu.

STRÍÐ OG FRIÐUR

[vc_row][vc_column width=”1/1″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/1″][heading subtitle=”1. – 4. Hluti”]Stríð og friður.[/heading][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/1″][image_with_animation image_url=”1666″ alignment=”center” animation=”Fade In” img_link_target=”_self”][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/1″][vc_column_text]Kvikmyndin Stríð og friður er sannarlega eitt af stórvirkjum kvikmyndasögunnar. Það er sjaldgæft að hún fáist sýnd og það er Kvikmyndasafni Íslands mikill heiður að geta boðið upp á sýningu á myndinni óstyttri í 4 hlutum dagana 29. apríl til 2. maí. Sýningin markar einnig tímamót í sögu safnsins þar sem þetta er síðasta sýning á Rússneskum vetri en einnig síðustu sýningar safnsins í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Hér er því um endalok á tímabili að ræða, en einnig ný byrjun í sögu Kvikmyndasafnsins.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]1. Hluti: Andrei Bokonsky
2. Hluti: Natasha Rostova
3. Hluti: Árið 1812
4. Hluti: Pierre Bezukhov[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]Sýnd þriðjudag 29. apr kl: 20.00
Sýnd miðvikudag 30. apr kl: 20.00
Sýnd föstudag 2. maí kl: 20.00
Sýnd laugardag 3. maí kl: 16.00[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]Enskt tal (talsett)
Enskt tal (talsett)
Rússneskt tal, neðanmálstexti á ensku
Rússneskt tal, neðanmálstexti á ensku[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/2″ animation=”none” boxed=”true”][vc_column_text]SOVÉTRÍKIN, 1966 -1967
Enskt tal (talsett) og rússneskt tal með enskum neðanmálstextum
FILMA 35mm (1. og 2. hluti) og stafræn sýning (3. og 4. hluti), litur[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/2″ animation=”none” boxed=”true”][vc_column_text]Leikstjórn: Sergei Bondartsjúk

Kvikmyndataka: Anatolí Petritskj[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/1″][heading]Fróðleiksmolar:[/heading][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]Árið 1960 buðu nokkrir kvikmyndaleik-stjórar fram krafta sína til að stjórna tökum á Stríði og friði, þeirra á meðal Mikhaíl Romm og Sergei Gerasimov. En það var Ívan Pyrjev, einn af leikstjórum Karamazov-bræðranna, sem virtist sigurstranglegur. Bondartsjúk var hins vegar kjörinn til verksins, án þess að hann hefði sóst eftir því og var nýgræðingur í greininni. Khrútsjov stjórnin þóttist sjá í honum nýja kynslóð kvikmyndagerðarmanna og ástæðu til að ýta eldri kynslóðinni til hliðar.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]Ýmsir vestrænir fjölmiðlar hafa haldið því fram að fjöldi hermanna sem tóku þátt í tökum Stríðs og friðar hafi verið hátt í 120 þúsund. Þegar Bondartsjúk var spurður út í þetta í viðtali sem National Geographic átti við hann árið 1986 svaraði hann því til að þetta væru ýkjur. Hann hefði haft 12 þúsund hermenn til ráðstöfunar. Gert var ráð fyrir að þeir yfirgæfu tökustað eftir 13 daga en það dróst hins vegar í 3 mánuði.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]7. júlí 1964 eftir tökur í Leníngrad var Bondartsjúk óvænt fyrirskipað af yfirboðurum sínum að ýta öllu til hliðar, þegar vinnunni við myndina var langt í frá lokið, til að geta lokið við fyrstu tvo hlutana fyrir kvikmyndahátíðina í Moskvu. Þá gerðist það að Bondartsjúk fékk hjartaslag og var um skeið úrskurðaður læknisfræðilega dauður. Það fyrsta sem hann sagði þegar hann náði meðvitund var: „Ef ég dey, látið Gerasimov ljúka verkinu“. Kvikmyndatöku var þá frestað fram í september. Þetta endurtók sig ári síðar þegar fyrstu tveir hlutarnir voru frumsýndir en aftur hafði meistarinn sigur.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]

Samskipti Sovétríkjanna og Íslands í kvikmyndum IV

[vc_row][vc_column width=”1/1″][vc_column_text]Nokkrar stuttar myndir sem varða samskipti Íslands og Sovétríkjanna.[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]SKOÐUNARFERРUM KREML

Höf. F. Tjapkín

Sovétríkin, ártal óvíst
FILMA 35mm, litur 25:00 mín

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]Tónskáldið Sjostakovítsj

Stj.: A. Sokurov

Sovétríkin, 1976

FILMA 35mm, sv/hv 16:30 mín

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]HLJÓMFALL OG LITIR ARMENÍU

Stjórnandi óþekktur

Sovétríkin, ártal óvíst
FILMA 35mm, litur 20:00 mín

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/1″][divider line_type=”Small Line”][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]ÁHRIF DAGBLAÐSINS PRÖVDU

Stj.: Irina Zjúkovskaja

Sovétríkin, ártal óvíst
FILMA 16mm sk, s/h  20:00 mín

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]VLADIMIR MAJAKOVSKY

Stj.: Tsjivasjenka

Sovétríkin, 1986
FILMA 16mm sk, s/h 10:05 mín

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]FRÁ SANKTI PÉTURSBORG TIL LENÍNGRAD

Stj. Óþekktur

Sovétríkin, 1987
FILMA 35mm sk, s/h 15:42 mín

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]

Uppgangan

[vc_row][vc_column width=”2/3″][vc_column_text]Sögusviðið er heimsstyrjöldin síðari. Skæruliðarnir Sotnikov og Rybak leggja í ferð langt inn á óvinasvæði í leit að vistum fyrir sveltandi félaga sína. Ferðalagið reynir ekki síður á andlegt atgervi þeirra en líkamsburði. Og það veltir upp ýmsum spurningum um samskipti, heiðarleika og frelsið. Inntak myndarinnar vísar til píslargöngu Krists og svika Júdasar og er því vel viðeigandi íhugunarefni í dymbilviku. Kvikmyndatakan er eftirtektarverð, falleg og áhrifarík.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][image_with_animation alignment=”right” animation=”Fade In From Left” img_link_target=”_self” image_url=”1642″][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/1″][vc_column_text]Leikstjórn: Larisa Sjepitko[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/4″][vc_column_text]SOVÉTRÍKIN, 1977

Sýningartími: 111 mín[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/4″][vc_column_text]Enskur neðanmálstexti 

FILMA 35mm, svart/hvít[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/4″][vc_column_text]Aðalhlutverk: Boris Plotnikov,

Vladimir Gostjukhin[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/4″][vc_column_text]Kvikmyndataka: Vladimir Tsjukhnov

og Pavel Lebeshev[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/1″][vc_column_text]

Myndin er sýnd í Bæjarbíói Hafnarfirði

Uppgangan

Larisa Sjepitko

Þriðjudagur 15. Apr kl. 20.00

Ath aðeins ein sýning.  500 kr aðgangseyrir

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]

Rúslan og Ljúdmila.

[vc_row][vc_column width=”2/3″][vc_column_text]Kvikmynd byggð á frægu samnefndu skáldverki Aleksandrs Púsjkin, sem leiðir okkur inn í heim ævintýra, þar sem söguhetjurnar eru umkringdar góðum og illum öflum. Aðalpersónan er Ljúdmila, dóttir Vladimírs fursta í Konungsgarði, en hún er numin á brott rétt áður en halda á brúðkaup hennar og Rúslans. Þar sem Rúslan gat ekki komið í veg fyrir brottnám Ljúdmilu ákveður furstinn að hver sá sem náð geti dóttur sinni aftur í heimahús megi kvænast henni. Rúslan heldur því til leitar að stúlkunni, ásamt tveimur öðrum keppinautum,  og greinir sagnaljóðið frá þeirri leit hans og margvíslegum ævintýrum sem hann lendir í.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][image_with_animation image_url=”1622″ animation=”Grow In” img_link_target=”_self”][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/4″][vc_column_text]SOVÉTRÍKIN, 1972

Sýningartími: 150 mín[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/4″][vc_column_text]Enskt tal (talsett að hluta)

FILMA 35mm, litur[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/4″][vc_column_text]Leikstjórn:

Aleksandr Ptushko[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/4″][vc_column_text]Aðalhlutverk:

Valerí Kozinets og

Natalja Petrova[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/1″][vc_column_text]

RÚSLAN OG LJÚDMÍLA

Aleksandr Ptushko

 

Myndin er sýnd í Bæjarbíói Hafnarfirði

Þriðjudagur 8. Apr kl. 20.00 og Lau 12. apr kl. 16.00

Aðgangseyrir 500kr.

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]

MÓÐIRIN (1926) • Vsevolod Púdovkin

[vc_row][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]Móðirin segir sögu 1905 byltingarinnar með því að draga upp dramatíska mynd af lítilli kjarnafjölskyldu. Í byrjun myndarinnar er sonurinn, Pavel, að hjálpa til við að skipuleggja fyrirhugað verkfall. Faðir hans, spilltur fylliraftur, hefur aftur á móti gengið í flokk hrotta sem hafa verið leigðir til þess að hindra að verkfallið nái fram að ganga. Móðirin, döpur og trúuð eiginkona og móðir, er eins og hengd upp á þráð á milli sonar síns og eiginmanns. Þegar til verkfallsins kemur verður eiginmaðurinn skotinn og sonurinn dæmdur í þrælkunarbúðir. Móðurinni misbýður freklega þessi ákvörðun réttarins og fyrr en varir ummyndast þetta peð í valdabaráttunni í hetju og píslarvott byltingar sem vopn valdsins sölluðu niður að þessu sinni.[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”2/3″][image_with_animation image_url=”1608″ animation=”Fade In” img_link_target=”_self”][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/1″][vc_column_text]Móðirin er í sýningu í Bæjarbíói Hafnarfirði.

Þriðjudag 1. apríl kl: 20.00 og laugardaginn 5. apríl kl 16.00

Aðgangseyrir KR. 500-[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]

SOVÉTRÍKIN, 1926

Sýningartími: 73 mín

[/vc_column_text][vc_column_text]

Enskir millitextar

FILMA 35mm, svart/hvít

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]

Aðalhlutverk:

Vera Baranovskaja,

Nikolai Batalov, Aleksandr Tsjistjakov

[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=”1/3″][vc_column_text]

Leikstjórn:  Vsevolod Púdovkin 

Kvikmyndataka: Anatolí Golovnja

[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row]

Samskipti Íslands og Sovétríkjanna III • Magnús Jónsson

Magnús Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri (1938 – 1979), er þungamiðja þriðju syrpu Rússneska vetrarins um samskipti Sovétríkjanna og Íslands í kvikmyndum. Magnús er fyrsti Íslendingurinn sem fór til náms í kvikmyndagerð í Sovétríkjunum en aðrir sem fylgdu fljótlega í kjölfar Magnúsar voru Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld og þýðandi, og Haraldur Friðriksson, kvikmyndatökumaður. Magnús lagði áherslu á heimildarmyndagerð og komst í læri hjá frægum meistara á því sviði, Roman Karmen (1906 – 1978). Karmen þessi, sem var bæði stríðskvikmyndatökumaður og leikstjóri, er sagður hafa verið áhrifamesti heimildarmyndagerðarmaður Sovétríkjanna um sína daga og honum stundum jafnað við Leni Riefensthal þegar fjallað var um áhrifamátt mynda hans. Magnús lauk námi sínu árið 1965 og hafði þá kynnst fyrri konu sinni Alexöndru Kjuregej, sovéskri leikkonu frá Síberíu, og eignuðust þau fjögur börn, þeirra á meðal Ara Alexander Ergis, kvikmyndagerðarmann. Seinni kona Magnúsar var Renata Kristjánsdóttir frá Akureyri.

Að námi loknu vann Magnús að kvikmyndagerð og leikstjórn í Reykjavík og skrifaði fyrstu meiri háttar verk sín, Leikritið um frjálst framtak Steinars Ólafssonar í veröldinni, Ég er afi minn og Skeggjaður engill. Hann spreytti sig einnig á blaðamennsku og ritstjórn og vann t.d. um skeið á Þjóðviljanum og átti þátt í endurreisn Spegilsins. Hann náði að gera tvær kvikmyndir hér heima áður en hann andaðist langt fyrir aldur fram, aðeins 41 árs gamall. Þetta eru myndirnar 240 fiskar fyrir kú (1972) og Ern eftir aldri (1975). Sú fyrri er gerð í tilefni af útfærslu landhelginnar í 50 mílur og fjallar um það hve lífsafkoma Íslendinga er háð fiskveiðum og verndun fiskimiðanna í kringum landið. Ernst Kettler tók myndina og Jón Múli Árnason er þulur. Myndin hefur m.a. að geyma teiknimyndakafla sem sýnir glöggt skopskyn Magnúsar. Myndin var innlegg í landhelgisdeiluna og var sýnd víða hérlendis og einnig erlendis í enskri útgáfu. Í þrjár vikur var hún aukamynd í Laugarásbíói. Hún var frumsýnd í sjónvarpinu í mars árið 1974. Skopið er heldur ekki langt undan í seinni myndinni, Ern eftir aldrei, sem skírskotar til ástands þjóðarlíkamans á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar og tengist þannig fyrri sýningum Rússneska vertrarins af þessum sömu þjóðhátíðarhöldum. Um 30 árum seinna var samið samnefnt dansleikhúsverk, sem var innblásið af mynd Magnúsar og sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins. Ern eftir aldri byrjar á þjóðhátíðinni 1974 en spurning myndarinnar, sem fleytir henni í ýmsar áttir, er þessi: Hver er þessi þjóð og hvað sameinar hana? Ýmsir eru spurðir og svörin jafnmörg og viðmælendur. Bryndís Schram birtist sem Fjallkona Íslands og ímynd þjóðarlíkamans og rómar ágæti hans á meðan Böðvar Guðmndsson syngur háðsvísur um ágæti ameríska hersins, verndarann. Ern eftir aldri var gerð með sjónvarpssýningu í huga en var með hvassri, skoplegri ádeilu. Þorsteinn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður, átti samtal við Magnús eftir frumsýningu myndarinnar í Laugarásbíói. Í umsögn sinni um myndina á undan samtalinu skrifar Þorsteinn um kosti hennar. Hún sé „líkleg til að vekja efasemdir hjá mörgu fólki um títtnefnd hátíðarhöld og innihald þeirra. Auk þess er hún ágæt skemmtun á köflum og hugmyndin skemmtileg. Mest er þó um vert að hún er mótvægi við hina hefðbundnu hól- og blablaaðferð í íslenskum kvikmyndum og sjónvarpi“. Fram kemur að Magnús hafi tekið að sér að gera tvær myndir fyrir sjónvarpið, aðra skv. hugmynd þess en hina skv. eigin hugmynd. Sú mynd, sem fékk titilinn Ern eftir aldri, hafi hins vegar ekki fengist sýnd í sjónvarpinu þegar til átti að taka. Þetta var á þeim árum þegar ekki blés byrlega fyrir þróun íslenskrar kvikmyndagerðar. Fram kemur í samtalinu að Magnús telur að tvennt þurfi að koma til henni til bjargar: Stofna þurfi kvikmyndasjóð og skipta út yfirstjórn sjónvarpsins.

Upp frá þessu gaf Magnús sig að leiklist og réðist til starfa hjá Leikfélagi Akureyrar, þar sem hann varð fyrsti leikstjóri félagsins eftir að það varð atvinnuleikhús. Tveimur árum síðar söðlaði hann um og fór að nema sálfræði við Háskóla Íslands og hélt síðan til framhaldsnáms vestur til Bandaríkjanna. Þegar hann átti aðeins herslumun eftir til að geta lokið náminu fékk hann hjartaslag og andaðist aðeins 41 árs gamall. Hann hafði skömmu áður fengið kransæðastíflu og raunar barist við heilsuleysi drjúgan part ævi sinnar. Andlát þessa listamanns, lífskúnstners og fagurkera, bar upp á sama tíma og tók að vora í íslenskri kvikmyndagerð með stofnun Kvikmyndasjóðs.

Þessi þriðja sýningarsyrpa, sem tengir saman Ísland og Sovétríkin, hefst á því að við sjáum Magnúsi bregða fyrir í sjónvarpsviðtali frá því um miðjan áttunda áratuginn og einnig í mynd skólabróður síns Júríj Salnikovs Kynni af Íslandi frá 1967 (sýnd fyrr í vetur). Nefndar heimildarmyndir Magnúsar mynda kjarna sýningarinnar en tvær heimsóknarmyndir til Sovétríkjanna frá þessu sama tímabili fylla upp í heildarmyndina.