Farðu og sjáðu – Idi i smotri

Þetta er talin vera ein áhrifamesta kvikmynd, sem gerð hefur verð um grimmdarverk herja fasista í Sovétríkjunum í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin gerist á árinu 1943 í Hvíta-Rússlandi sem varð einna verst úti af völdum innrásarherja Þjóðverja. 628 hvítrússnesk sveitaþorp voru jöfnuð við jörðu og meira en 100 þúsund íbúar þeirra, konur, börn og gamalmenni brennd inni. Kvikmyndin Farðu og sjáðu (e. Come and See) hlaut margvíslega viðurkenningu og verðlaun á sínum tíma, ma. gullverðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Hún var sýnd á kvikmyndahátíð í Reykjavík haustið 1987 í Laugarásbíói.

[divider line_type=”Full Width Line”]

Myndin er sýnd í Bæjarbíói Hafnarfirði.

Þriðjudaginn 08 okt kl. 20.00
og
Laugardaginn 12 okt kl. 16.00

Aðgangseyrir er kr. 500

 

1 thought on “Farðu og sjáðu – Idi i smotri

  1. Pingback: “Come and See” í Bæjarbíói | Klapptré

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *