Karamazov-bræðurnir 1. hluti af 3

 

Í fyrsta hluta myndarinnar kynnumst við Karamazov-bræðrunum þremur Dmítrí, Ívani og Aljosja, Fjodor föður þeirra, þjóninum Smerdjakov og örlagavefskonunum Grúsjenku og Katerínu Ívanovnu. Dmítrí er ástfanginn lífsnautnamaður í örvæntingarfullri fjárþröng og þarf að komast yfir arfshlut sinn eftir móður sína, sem faðir hans situr á, en báðir tilbiðja þeir sömu konuna, hina lauslátu Grúsjenku. Dmítrí er samt trúlofaður hinni virðulegu Ívanovnu en þarf að gera upp peningalega skuld við hana til að halda virðingu sinni. Aljosja veitir Guði kærleiksást sína og reynir að miðla málum milli bræðra sinna og föður þeirra. Ívan, sem elskar Ívanovnu á laun, veltir upp tilvistarspurningum mannsins um grundvöll siðferðisins, Guð og eilíft líf. Hann telur að manninum leyfist að óska sér dauða annars manns þótt morð sé ekki leyfilegt, jafnvel í siðlausum heimi. Í peninganauð sinni fer Dmítrí gáleysilegum orðum um líf föður síns, láti hann ekki peningana af hendi. [divider line_type=”No Line”] Sýnishorn

[divider line_type=”Full Width Line”]

[one_fourth] Leikstjórn:  [/one_fourth] [one_fourth] Aðalleikarar:  [/one_fourth] [one_half_last] Kvikmyndataka: [/one_half_last]

[one_fourth] Kíríll Lavrov, Mikhaíl Úljanov og Ívan Pyrjev [/one_fourth] [one_fourth] Mikhaíl Úljanov, Kíríll Lavrov og Lionella Pyrjeva. [/one_fourth]   [one_half_last]Sergei Vronskíj  [/one_half_last]

[divider line_type=”Full Width Line”]

Myndin er sýnd í Bæjarbíói Hafnarfirði.

Þriðjudaginn 03 sept kl. 20.00
og
Laugardaginn 07 sept kl. 16.00

Ókeypis er á allar sýningar á Karamazov-bræðrunum

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *