Rúslan og Ljúdmila.

Posted by | April 7, 2014 | Uncategorized | No Comments

Kvikmynd byggð á frægu samnefndu skáldverki Aleksandrs Púsjkin, sem leiðir okkur inn í heim ævintýra, þar sem söguhetjurnar eru umkringdar góðum og illum öflum. Aðalpersónan er Ljúdmila, dóttir Vladimírs fursta í Konungsgarði, en hún er numin á brott rétt áður en halda á brúðkaup hennar og Rúslans. Þar sem Rúslan gat ekki komið í veg fyrir brottnám Ljúdmilu ákveður furstinn að hver sá sem náð geti dóttur sinni aftur í heimahús megi kvænast henni. Rúslan heldur því til leitar að stúlkunni, ásamt tveimur öðrum keppinautum,  og greinir sagnaljóðið frá þeirri leit hans og margvíslegum ævintýrum sem hann lendir í.

SOVÉTRÍKIN, 1972

Sýningartími: 150 mín

Enskt tal (talsett að hluta)

FILMA 35mm, litur

Leikstjórn:

Aleksandr Ptushko

Aðalhlutverk:

Valerí Kozinets og

Natalja Petrova

RÚSLAN OG LJÚDMÍLA

Aleksandr Ptushko

 

Myndin er sýnd í Bæjarbíói Hafnarfirði

Þriðjudagur 8. Apr kl. 20.00 og Lau 12. apr kl. 16.00

Aðgangseyrir 500kr.

Leave a Reply

Your email address will not be published.