DOM – Heimilið

Þegar Shamanov fjölskyldan kemur til fundar í stóru húsi úti á steppunni gerist það að elsti bróðirinn, Victor, birtist óvænt eftir 25 ára fjarveru. Með komu hans vakna til lífsins gömul átakamál innan fjölskyldunnar. En engan grunar að Victor sé að flýja myrka fortíð og að drápsmenn séu á höttum eftir honum. Heimilið var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary árið 2012. Ástæða er til að vekja athygli á frumlegum, hressilegum myndstíl, sem byggir á óvæntum sjónarhornum.

 

Myndin er sýnd í Bæjarbíói Hafnarfirði

DOM – Heimilið

 Þri 12. nóv kl. 20.00 og Lau 16. nóv kl. 16.00

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *