ULTIMA THULE – VIÐ HEIMSENDA

Um þessar mundir fer fram viðamikil kynning á íslenskri kvikmyndalist í Póllandi á vegum Pólska kvikmyndasafnsins en síðast liðið haust voru pólskar kvikmyndir sýndar hér á landi undir sömu merkjum. Hátíðin hefur verið að ferðast á milli þriggja helstu borga Póllands undir yfirskriftinni Ultima Thule – Við heimsenda: Hún hófst 12. febrúar í Gdańsk (KinoPort at Łaźnia Centre for Contemporary Arts) og stóð yfir þar til 24. febrúar 2016. Síðan fluttist hún til Poznań 25 febrúar og verður þar til 8. mars n.k. (New Palace Cinema at the Castle Cultural Centre). Þann 9. mars kemur svo að Varsjá þar sem hátíðin verður til 20. mars í sýningaraðstöðu Pólska kvikmyndasafnsins (Iluzjon kvikmyndahúsið – Safn kvikmyndalistarinnar)

Á hátíðinni er sýndur mikill fjöldi íslenskra kvikmynda sem Kvikmyndasafn Íslands og Kvikmyndamiðstöð Íslands skiptu með sér að útvega. Pólski kvikmyndafræðingurinn Jakub Sebastian Konefal, sem hefur lagt sig eftir íslenskri kvikmyndasögu og komið amk. tvisvar til Íslands í heimildaöflun, annaðist vali myndanna. Kvikmyndasafnið tók að sér að útvega eftirtaldar kvikmyndir og gera þær sýningarhæfar með nýrri skönnun og yfirfærslu yfir á DCP sýningarform að undanskilinni Sódómu Reykjavík sem er sýnd á filmu:

Ísland í lifandi myndum (Loftur Guðmundsson, 1925)

Björgunarafrekið við Lárabjarg (Óskar Gíslason, 1949)

Síðasti bærinn í dalnum (Óskar Gíslason, 1950)

Morðsaga (Reynir Oddsson, 1977).

Sódóma Reykjavík (Óskar Jónasson, 1992)

Dagskrána í Varsjá má finna hér:

Leikstjórar og leikarar eru boðnir á hátíðina sem státar af margvíslegum viðburðum og einnig hefur fulltrúum Kvikmyndamiðstöðvar og forstöðumanni Kvikmyndasafnsins verið boðið á hluta dagskrárinnar í Varsjá sem hefst þriðjudaginn 9. mars. Forstöðumaður Kvikmyndasafnsins á því miður ekki heimangengt af ýmsum ástæðum en Kvikmyndamiðstöð sendir tvo fulltrúa.

Sjá nánar